Eignastýring hugbúnaðar (SAM)

SAM as a Service

Crayon Sparaðu peninga og dragðu úr hættu með Software Asset Management

Crayon er leiðandi fyrirtæki í eignastýringu hugbúnaðar. Þrautreyndir SAM-sérfræðingar okkar ráðleggja daglega nokkrum af stærstu fyrirtækjum Evrópu, sem og opinberum stofnunum, um ákjósanlegustu meðferð hugbúnaðareigna.

Við bjóðum upp á margar mismunandi leiðir í SAM sem eru þróaðar í kringum ITIL-kröfulýsingu og byggðar á áratuga reynslu okkar af alþjóðlegum SAM-verkefnum.

Við skilgreinum SAM á sama hátt og ITIL: „alla innviði og ferla sem nauðsynlegir eru til að viðhalda árangursríkri stjórnun, eftirliti og verndun hugbúnaðareigna á líftíma þeirra“.

Hjá Crayon er SAM því ekki einungis SAM-tól og skýrslur heldur nálgumst við SAM frá öllum hliðum. Allt frá greiningu á framkvæmd kerfisins, innleiðingu ferla og daglegum rekstri til áframhaldandi skýrslugerðar, hagræðingar og skjalavinnslu.

Útvistun á SAM

Ef fyrirtæki vill draga eins mikið og mögulegt er úr umsýslu með leyfi og á sama tíma hámarka kaup, samsetningu leyfasafnsins og notkun fljótandi- eða samtímanotenda, þá er lausnin útvistun til Crayon. Við köllum hugmyndir okkar á þessu sviði SAM BPO, Business Process Outsorcing, og SAM as a Service.

Í gegnum rafrænan aðgang að SAM-kerfi viðskiptavina tryggjum við að öll gögn um uppsettan hugbúnað og keypt leyfi stemmi og séu að fullu uppfærð.

Einnig tryggjum við að samningar séu endurnýjaðir og uppfærðir hjá hinum mismunandi framleiðendum hugbúnaðar sem er í notkun.

Með umsamdri tíðni (t.d. ársfjórðungslega ) bjóðum við:

  • Eina samræmda skýrslu með yfirliti yfir uppsettan hugbúnað og keypt leyfi, tillögur um ákjósanlegustu leiðirnar með mismunandi uppsettan hugbúnað og leyfiseignir.
  • Eina samræmd skýrslu um notkun hugbúnaðar (Software Usage Report) og yfirlit um hvernig má endurnýta eða taka út hugbúnað sem ekki er nýttur sem skyldi.
  • Innri úthlutun af kostnaði við hugbúnað hjá fyrirtækinu milli deilda eða landa.
  • Fjárhagsáætlun um kostnað við hugbúnað