Our Services Skýja- og hugbúnaðarleyfi

Skýja- og hugbúnaðarleyfalausnir

Crayon hefur á að skipa öflugum hópi sérfræðinga í hugbúnaði og eignastýringarnálgun (SAM) okkar tryggir að bestun og sú leyfaráðgjöf sem við veitum viðskiptavinum okkar byggist alltaf á yfirgripsmikilli þekkingu á tæknilegu umhverfi viðskiptavinarins en ekki hagsmuna framleiðandans eða vegna fyrri ákvarðanna.

Við höfum djúpa þekkingu á leyfisstjórnun og lausnum fyrir stærri fyrirtæki, opinbera aðila og hýsendur og þar sem við rekum starfstöðvar víða þá getum við hjálpað þér þar þar sem þitt fyrirtæki eða útibú er staðsett.

Alþjóðleg sérþekking

Með yfir 400 tæknilegar vottanir á heimsvísu þá getum við boðið yfirgripsmikla sérfræðiþekkingu fyrir alla helstu hugbúnaðarframleiðendur. Við erum í hópi topp 10 Microsoft leyfissamstarfsaðila (LSP/LAR), leyfissamstarfsaðili hjá Microsoft auk þess að vera SAM samstarfsaðili þeirra.

Crayon er einnig Microsoft Cloud Accelerator, Azure Circle & Online samstrafsaðili og í hópi þriggja endursöluaðila á leyfum til hýsingaraðila (SPLA). Við getum boðið upp á djúpa þekkingu og þjónustu fyrir skýjaleyfi og innleiðingarlausnum fyrir viðskiptavini og hýsendur.

Skipulagning innleiðingar

Tæknileg sérþekking okkar gerir það að verkum að Crayon er vottað fyrirtæki fyrir eftirfarandi þjónustu sem þarf að huga að þegar kemur að innleiðingarverkefnum.

  • Útstöðvar
  • Þróunarverkfæri
  • Teams og Exchange
  • Eigið ský