Our Services Ráðgjafarþjónusta
Crayon Ráðgjafarþjónusta

Skýjaarkítektúr og grunngerðarþjónusta

Crayon hefur alla tíð lagt áherslu á að bjóða trausta og sérfræðimiðaða ráðgjöf. Í yfir áratug hefur áherslan verið á að veita framúrskarandi rágjöf í tæknilegri grunngerð á Norðurlöndunum. Til að efla stuðning við viðskiptavini okkar þá erum við stöðugt að bæta við sérfræðingum um allan heim.

Við þjónustum viðskiptavini sem reka flókin upplýsingatæknikerfi

Við sérhæfum okkur í að þjónusta viðskiptavini sem reka upplýsingatækniumhverfi sem eru ýmist staðbundin eða með starfsemi í mörgum löndum. Við komum að vinnu við að skilgreina, innleiða og stjórna grunngerð, arkítektúr flókinna skýjalausna og keyra þau innleiðingarverkefni sem nauðsynleg eru til að tryggja hámarks ávöxtun fjárfestingarinnar.

Með yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu þá bjóðum við upp á hugbúnað og virðisaukandi þjónustu til fyrirtækja með flóknar tæknilegar þarfir.

Stefnumarkandi ráðgjöf

Crayon býður upp á stefnumarkandi ráðgjöf varðandi kaup, stjórnun og mat á hugbúnaðarlausnum. Samhliða þjónustu við verkefnainnleiðingu, þjálfun og svo áframhaldandi þjónustu þá hjálpum við mörgum af stærstu fyrirtækjum heims að hámarka ávöxtun tæknilegra fjárfestinga (ROI)

Tæknileg ráðgjöf okkar byggist á reynslu og hæfni yfir 350 vottaðra sérfræðinga sem nær til alla helstu framleiðendur hugbúnaðar og uppsetningu á tæknilegum innviðum.

Margir af okkar sérfræðingum eru einnig vottaðir leiðbeinendur sem tryggir meira vægi og er blanda af tæknilegum útfærslum og þjálfun sem við teljum að bjóði aukinn ávinning fyrir okkar viðskiptavini.

Okkar þjónusta nær yfir:

Ráðgjafaþjónusta

 • Skýja arkítektúr og innleiðingarlausnir
 • Bestun og stjórnun á umhverfi hugbúnaðarleyfa
 • Öryggismál
 • Uppsetning gagnavera
 • Gunngerð og netkerfi
 • Afritun og endurheimt gagna
 • Netþjónaumhverfi
 • Gagnageymslu- og sýndarvélalausnir

Stjórnendaþjónustur

Með auknum kröfum um hreyfanleika, sveigjanleika og nýtingu tækja sem tengjast ýmist staðbundnum- eða skýjalausnum þá eykst tæknilegt flækjustig verulega. Samfara þessu hafa möguleikar í hugbúnaðarleyfum og kröfum leitt til þess að fyrirtæki horfa í auknu mæli til þess að útvista þessari þekkingu og þjónustu. Stjórnendaþjónustu Crayon býður upp á sérfræðiþekkingu og sveigjanleika sem hjálpar viðskiptavinum að minnka kostnað með tæknilegri þjónustustýringu á heimsmælikvarða.

Mögulegar þjónustur eru:

 • SAM as a Service
 • Útvistun á stýringu hvað varðar líftíma hugbúnaðar
 • Verkefnastjórnun
 • Aðstoð við endurskoðun og þjónusta
 • Grunngerðarstjórnun og þjónusta